bloggsíðu sinni að ferðalagið frá Lúxemborg hafi gengið ágætlega þrátt fyrir næturbrölt og eftirminnilega bílferð frá flugvellinum í Jerez.
">
Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG er mættur á Aloha-golfvöllinn á Spáni þar sem að næsta mót á Evrópumótaröðinni hefst á fimmtudaginn. Birgir náði besta árangri sínum frá upphafi á opna ítalska meistaramótinu um liðna helgi þar sem hann endaði í 11.-13. sæti á 13 höggum undir pari vallar. Aðeins þremur höggum á eftir sigurvegara mótsins. Birgir segir á bloggsíðu sinni að ferðalagið frá Lúxemborg hafi gengið ágætlega þrátt fyrir næturbrölt og eftirminnilega bílferð frá flugvellinum í Jerez.
Keppnisvöllurinn er þröngur og mikið landslag er í flötunum að sögn Birgis og býst hann við því að skor keppenda á mótinu verði lágt.
Margir þekktir kylfingar verða með á mótinu og má þar nefna Lee Westwood frá Englandi, Thomas Björn frá Danmörku, Írann Paul McGinley, Jeev Milkha Singh frá Indlandi og Gonzalo Fdez -Castano frá Spáni sem sigraði á opna ítalska meistaramótinu s.l. sunnudag.