Joakim Häggman frá Svíþjóð lenti í undarlegu atviki á 18. flöt á Valle Romaro meistaramótinu í golfi í dag þegar hann þurfti að verjast árás frá gæs. Häggman varðist fimlega og bjargaði parinu og lék hann á 5 höggum undir pari í dag sem er þriðja besta skor dagsin. Häggman sagði að þetta sé í fyrsta sinn sem hann lendir í slíku atviki og þurfti sænski kylfingurinn að berja frá sér til þess að fá frið fyrir fuglinum. „Ég sló gæsina í höfuðið en ég veit ekki af hverju gæsin ákvað að ráðast á mig,“ sagði Häggman.