Michelle Wie er hætt við að hætta

Michelle Wie.
Michelle Wie. Reuters

Michelle Wie frá Bandaríkjunum lýsti því yfir fyrir skömmu að hún ætlaði sér ekki að keppa á atvinnumótum á karlamótaröð PGA í golfi en í gær skipti hún um skoðun. Hún lýsti því yfir að hún yrði á meðal keppenda á John Deere meistaramótinu sem fram fer dagana 12.-15. júlí. Þetta er þriðja árið í röð sem hún tekur þátt í þessu móti en hún hefur aðeins tekið þátt í einu karlamóti á þessu ári, Sony meistaramótinu sem fram fór á Hawaii. Wie hefur átt við meiðsli að stríða á úlnlið og hefur hún því ekkert leikið á bandarísku kvennamótaröðinni LPGA að undanförnu. Á síðasta ári hætti Wie keppni á öðrum keppnisdegi á John Deere meistaramótinu vegna ofþreytu en hún hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn á PGA-mótum í þau sex skipti sem hún hefur reynt fyrir sér í keppni við karlkylfinga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert