Adam Scott fékk 11 fugla

Adam Scott á Memorial meistaramótinu í dag.
Adam Scott á Memorial meistaramótinu í dag. Reuters

Adam Scott frá Ástralíu lék frábært golf á öðrum keppnisdegi Memorial meistaramótsins í golfi á PGA-mótaröðinni en hann lék á 62 höggum eða 10 höggum undir pari vallar. Scott fékk 11 fugla (-1) á hringnum og 1 skolla (+1). Á fyrri 9 holunum fékk hann 6 fugla þar sem hann lék á 30 höggum og á síðari 9 holunum lék hann á 32 höggum eða fjórum höggum undir pari. Samtals er Scott á 12 höggum undir pari vallar. Ástralskir kylfingar raða sér í efstu sætin á þessu móti en Rod Pampling er annar á 11 höggum undir pari og á 10 höggum undir pari eru þeir Aaron Baddeley frá Ástralíu og Bubba Watson frá Bandaríkjunum.

Tiger Woods frá Bandaríkjunum er 10 höggum á eftir Scott en Woods lék á pari vallar í dag, 72 höggum, og á 70 höggum í gær. Vijay Singh er samtals á 3 höggum undir pari en Ernie Els lék illa í dag. Els var á 65 höggum í gær og var á meðal efstu manna en í dag lék hann á 75 höggum eða þremur höggum yfir pari.

Staðan á mótinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert