Staðan á mótinu.

Skorkort Birgis. ">

Birgir með tvo fugla og bætir stöðu sína

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Reuters

Birgir Leifur Hafþórsson lék á einu höggi undir pari á fyrsta keppnisdegi á BA-CA-meistaramótinu sem fram fer í Austurríki, eða 70 höggum. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Birgir hóf leik á 10. teig í morgun og fékk hann 11 pör í röð, skolla á 8. og 12. braut, fugla á 3., 6. og 9. braut. Hann er í 44. - 64. sæti.

Staðan á mótinu.

Skorkort Birgis.

Enski kylfingurinn Greame Storm er efstur þessa stundina en hann jafnaði vallarmetið á Fontana vellinum er hann lék á 63 höggum eða 8 höggum undir pari vallar. Hann deilir vallarmetinu með þeim Richard Green og Gregory Havret sem þeir settu í fyrra. Martin Erlandsson frá Svíþjóð lék á 7 höggum undir pari í dag. Patrik Sjöland frá Svíþjóð og Englendingurinn Tom Whitehouse léku á 65 höggum en Sjöland er í ráshóp með Birgi.

Darren Clarke frá N-Írlandi lék á 73 höggum í dag eða tveimur höggum yfir pari og er hann í 101.-116. sæti líkt og Colin Montgomerie frá Skotlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert