Skorkort Birgis. ">

Birgir Leifur lék á 68 höggum

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Reuters

Birgir Leifur Hafþórsson lék á 68 höggum eða þremur höggum undir pari í morgun á þriðja og næst síðasta keppnisdegi BA-CA-meistaramótsins í golfi í Austurríki. Hann er samtals á fjórum höggum undir pari og er hann í 28. sæti ásamt fleiri kylfingum þessa stundina. Í morgun fékk Birgir 6 fugla og 3 skolla.

Skorkort Birgis.

Staðan á mótinu.

Lee Westwood frá Englandi gerði ótrúleg mistök á lokakaflanum í dag en hann var aðeins þremur höggum frá efsta sætinu þegar hann átti fjórar holur eftir. Hann sló þrjú misheppnuð högg á 15. braut með fleygjárni og lék hann holuna á 9 höggum eða fjórum höggum yfir pari.Westwood lenti einnig í vandræðum á 18. braut þar sem hann lék einnig á 9 höggum eða fimm höggum yfir pari. Hann lék í dag á 75 höggum eða fjórum höggum yfir pari. Hann er samtals á pari vallar eftir 36 holur.

Richard Green frá Ástralíu er efstur fyrir lokadaginn en hann er á 15 höggum undir pari en Richard McEvoy frá Englandi er á 12 höggum undir pari.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert