Mickelson hefur lítið getað æft vegna meiðsla

Phil Mickelson.
Phil Mickelson. Reuters

Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson segir að hann hafi ekki jafnað sig fullkomlega á meiðslum í úlnlið en hann á ekki von á því að meiðslin komi í veg fyrir að hann geti leikið á opna bandaríska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn á Oakmont vellinum. Mickelson hætti keppni fyrir tveimur vikum á Memorial meistaramótinu vegna meiðsla strax á fyrsta keppnisdegi.

Mickelson lék 9 holur í gær á æfingadegi fyrir mótið en hann býst ekki við því að vera laus við verkina sem hafa fylgt meiðslunum. "Ég hefði viljað að þetta mót væri eftir 1-2 vikur en ég ætla ekki að láta meiðslin hafa áhrif á hugarfar mitt og einbeitingu. Ég hef ekki leikið mikið golf á undanförnum tveimur vikum og ég finn til þegar ég slæ golfbolta. Ég hef einbeitt mér að því að vippa og pútta," sagði Mickelson en hann er í öðru sæti á heimslistanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert