Cabrera sigraði á opna bandaríska meistaramótinu

Angel Cabrera.
Angel Cabrera. Reuters

Angel Cabrera frá Argentínu sigraði á opna bandaríska meistaramótinu í golfi á Oakmont vellinum í kvöld en þetta er í fyrsta sinn sem hann sigrar á stórmóti. Cabrera lék samtals á 5 höggum yfir pari, og lokahringinn lék hann á 69 höggum eða einu höggi undir pari. Tiger Woods frá Bandaríkjunum deildi öðru sætinu með Jim Furyk en þeir léku báðir á 6 höggum yfir pari.

Niclas Fasth frá Svíþjóð lék á 7 höggum samtals yfir pari og varð hann fjórði.

Cabrera fær um 80 millj. kr. í verðlaunafé en hann hefur aldrei sigrað á PGA-móti á ferli sínum en hann hefur þrívegis sigrað á mótum á Evrópumótaröðinni. Aaron Baddeley frá Ástralíu var í síðasta ráshóp með Woods, og var Baddeley með tveggha högga forskot, en hann lék illa á lokadeginum og sló alls 80 högg. Strax á fyrstu holu gerði hann dýrkeypt mistök og lék hann brautina á þremur höggum yfir pari.

Lokastaðan.

Aðeins tveir kylfingar náðu að leika undir pari í dag á lokadeginum, Cabrera og Anthony Kim sem lék á þremur höggum undir pari í dag, en hann lauk keppni á 14 höggum yfir pari og dugði það í 20. sætið. Ástralinn Geoff Ogilvy sem hafði titil að verja endaði í 42. sæti á 19 höggum yfir pari vallar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert