Meistararnir búast við harðri baráttu

Sigmundur Einar Másson úr GKG og Helena Árnadóttir úr GR hafa titil að verja á Íslandsmótinu í höggleik í golfi en titilvörn þeirra hófst í dag á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Sigmundur og Helena fögnuðu Íslandsmeistaratitli í fyrsta sinn fyrir ári síðan á Urriðavelli. Sigmundur er áhugamaður og verður án efa hart sótt að honum á næstu fjórum keppnisdögum þar sem allir af bestu kylfingum landsins mæta til leiks í ár. Helena býst við því að hún fái harða samkeppni á Íslandsmótinu í ár.

Sigurpáll Geir Sveinsson úr Kili byrjar vel á fyrsta keppnisdegi en hann fékk fugl (-1) á fyrstu þrjár brautirnar sem hann lék. Björn Þór Hilmarsson úr GR gerði slíkt hið sama og er hann á þremur undir pari eftir þrjár holur.

Skor keppenda á mótinu eru sett inn á heimasíðu Golfsambands Íslands með reglulegu millibili og er hægt að fylgjast með gangi mála með því að smella á tenglana hér fyrir neðan.

Staðan í karlaflokki

Staðan í kvennaflokki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert