Meistararnir búast við harðri baráttu

00:00
00:00

Sig­mund­ur Ein­ar Más­son úr GKG og Helena Árna­dótt­ir úr GR hafa titil að verja á Íslands­mót­inu í högg­leik í golfi en titil­vörn þeirra hófst í dag á Hval­eyr­ar­velli í Hafnar­f­irði. Sig­mund­ur og Helena fögnuðu Íslands­meist­ara­titli í fyrsta sinn fyr­ir ári síðan á Urriðavelli. Sig­mund­ur er áhugamaður og verður án efa hart sótt að hon­um á næstu fjór­um keppn­is­dög­um þar sem all­ir af bestu kylf­ing­um lands­ins mæta til leiks í ár. Helena býst við því að hún fái harða sam­keppni á Íslands­mót­inu í ár.

Sig­urpáll Geir Sveins­son úr Kili byrj­ar vel á fyrsta keppn­is­degi en hann fékk fugl (-1) á fyrstu þrjár braut­irn­ar sem hann lék. Björn Þór Hilm­ars­son úr GR gerði slíkt hið sama og er hann á þrem­ur und­ir pari eft­ir þrjár hol­ur.

Skor kepp­enda á mót­inu eru sett inn á heimasíðu Golf­sam­bands Íslands með reglu­legu milli­bili og er hægt að fylgj­ast með gangi mála með því að smella á tengl­ana hér fyr­ir neðan.

Staðan í karla­flokki

Staðan í kvenna­flokki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert