Sigurpáll sigraði í Einvíginu á Nesinu

Sigurpáll Geir Sveinsson.
Sigurpáll Geir Sveinsson. mbl.is/seth@mbl.is/golf@mbl.is

Sigurpáll Geir Sveinsson úr Kili sigraði í Einvíginu á Nesinu, árlegu góðgerðarmóti, en þar hafði hann betur gegn Ólafi B. Loftssyni á lokaholu mótsins. Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að leikinn er 9 holu höggleikur og að því loknu fara 10. keppendur í einvígi á 1. braut og dettur einn kylfingur úr keppni þar til að tveir standa eftir á lokaholunni. Þeir sem voru með slakasta skorið á hverri holu fyrir sig fóru í "einvígi" þar sem að ýmis högg voru framkvæmd og sá sem var lengst frá holu féll úr keppni.

Ólafur lék Nesvöllinn á 32 höggum í höggleiknum í morgun eða fjórum höggum undir pari vallar. Hann var á sama skori og Sigmundur Einar Másson úr GKG en Sigmundur hafði betur á hlutkesti. Sigurpáll lék á 33 höggum. Eftirtaldir kylfingar tóku þátt í Einvíginu á Nesinu og talan í sviganum segir til um á hvaða holu viðkomandi féll úr keppni.

Björn Þór Arnarson GO, (1.)

Nökkvi Gunnarsson NK. (2.)

Helena Árnadóttir GR, (3.)

Haraldur Heimisson GR, (4.)

Nína Björk Geirsdóttir GKJ, (5.)

Örn Ævar Hjartarson GS, (6.)

Sigmundur Einar Másson GKG, (7.)

Magnús Lárusson GKJ, (8.)

Ólafur B. Loftsson NK, (9.)

Einstök börn, stuðningsfélag barna með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma, fékk 750.000 kr. styrk frá DHL-fyrirtækinu í mótslok. Félagið var stofnað 13.mars 1997 af foreldrum 13 barna en í dag eru í félaginu um 137 fjölskyldur barna með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert