Woods með þriggja högga forskot fyrir lokadaginn

Tiger Woods.
Tiger Woods. Reuters

Tiger Woods er með aðra höndina á Wanamaker verðlaunagripnum fyrir lokadaginn á PGA-meistaramótinu á morgun. Hann lék á 69 höggum í dag og er Woods með þriggja högga forskot á Stephen Ames fyrir lokadaginu. Woods hefur titil að verja á mótinu en þetta er fjórða og síðasta stórmót ársins. Stephen Ames frá Kanada verður með Woods í síðasta ráshóp á Southern Hills vellinum á morgun en Ames er á 4 höggum undir pari en Woods er á 7 höggum undir pari. Ames lék á 69 höggum á þriðja keppnisdegi mótsins. Woody Austin frá Bandaríkjunum er þriðji á þremur höggum undir pari vallar.

Woods hefur 12 sinnum sigrað á stórmótum á ferli sínum en aðeins Jack Nicklaus er með fleiri sigra á stórmótum eða 18 alls. Woods sigraði á PGA-meistaramótinu í fyrra og hann vann einnig Opna breska meistaramótið. Ef Woods sigrar á PGA-meistaramótinu verður það í fjórða sinn sem hann sigrar á PGA-meistaramótinu. Woods hefur sigrað þrívegis, 1999, 2000, 2006. Walter Hagen og Jack Nicklaus sigruðu 5 sinnum á PGA-meistaramótinu. Hagen á árunum 1921, 1924, 1925, 1926 og 1927 og Nicklaus á árunum 1963, 1971, 1973, 1975 og 1980.

Staðan efstu manna á PGA-meistaramótinu:

Tiger Woods – 7 (71-63-69)

Stephen Ames -4 (68-69-69)

Woody Austin -3 (68-70-69)

John Senden –2 (69-70-69)

Ernie Els -1 (72-68-69)

Staðan á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert