Sabbatini skrefi nær 660 millj. verðlaunapotti

Rory Sabbatini.
Rory Sabbatini. Reuters

Rory Sabbat­ini frá S-Afr­íku er efst­ur að lokn­um fyrsta keppn­is­degi á Barclays-meist­ara­mót­inu í golfi á PGa-mótaröðinni en hann lék á 63 högg­um eða 8 högg­um und­ir pari. Mótið er það fyrsta af fjór­um í úr­slita­keppni PGA-mót­araðar­inn­ar, FedEx-keppn­inni, en sig­ur­veg­ar­inn í úr­slita­keppn­inni fær um 660 millj. kr. í sinn hlut. Sabbat­ini sagði að aðstæður á vell­in­um hefðu boðið upp á gott skor. "Þetta var eins og í pílukasti, vind­ur­inn var ekki að hafa áhrif á bolt­ann og braut­ir og flat­ir eru mjúk­ar," sagði Sabbat­ini í gær. K.J. Choi frá S-Kór­eu fékk einnig 8 fugla líkt og Sabbat­ini en Choi fékk einnig einn skolla og er hann því á 7 högg­um und­ir pari líkt og Rich Beem frá Banda­ríkj­un­um.

Ernie Els frá S-Afr­íku, sem tví­veg­is hef­ur sigrað á þessu móti, lék á 65 högg­um líkt og Banda­ríkja­menn­irn­ir Bri­an Gay, Steve Flesch og Sví­inn Carl Petters­son.

For­svars­menn PGA-mót­araðar­inn­ar eru vongóðir um að næstu fjög­ur mót á mótaröðinni veki mikla at­hygli. Í fyrsta sinn í sögu PGA verður um úr­slita­keppni að ræða, líkt og í öðrum stór­um at­vinnu­deild­um vest­an­hafs. Gríðarlega mikið verðlauna­fé er í boði fyr­ir sig­ur­veg­ar­ann í Fed-Ex-úr­slita­keppn­inni en sig­ur­veg­ar­inn fær um 660 millj. kr. í sinn hlut eða 10 millj­ón Banda­ríkja­dali. Fyrsta mótið hefst í dag en það eina sem vant­ar er að efsti kylf­ing­ur heimslist­ans, Tiger Woods, mæt­ir ekki til leiks.

Frá því að keppn­is­tíma­bilið á PGA-hófst hinn 4. janú­ar s.l. hafa kylf­ing­ar safnað stig­um fyr­ir úr­slita­keppn­ina og 144 stiga­hæstu kylf­ing­arn­ir fá þátt­töku­rétt á fyrsta mót­inu í úr­slita­keppn­inni sem hefst á fimmtu­dag, Barclays-meist­ara­mót­inu. Að því móti loknu fá 120 þeir stiga­hæstu keppn­is­rétt á Deutsche Bank-meist­ara­mót­inu sem fram fer 31. ág­úst-3. sept­em­ber. Dag­ana 6.-9. sept­em­ber fer fram BMW-meist­ara­mótið og þar verða aðeins 70 stig­hæstu kylf­ing­arn­ir og á fjórða og síðasta mót­inu, Tour-meist­ara­mót­inu, verða aðeins 30 stig­hæstu kylf­ing­arn­ir en það mót fer fram 13.-16. sept­em­ber. Sá kylf­ing­ur sem safn­ar flest­um Fed-Ex stig­um á næstu fjór­um mót­um stend­ur uppi sem sig­ur­veg­ari. Það skipt­ir því ekki öllu máli að landa sigri á loka­mót­inu, því heild­arstiga­fjöld­inn er mik­il­væg­ast­ur.

Stig­in lækkuð hjá Woods

Það kem­ur fáum á óvart að Tiger Woods er efst­ur á Fed-Ex stigalist­an­um en banda­ríski kylf­ing­ur­inn hef­ur tekið þá ákvörðun að vera ekki með á fyrsta mót­inu í úr­slita­keppn­inni.

Woods er með 100,000 stig þessa stund­ina en Vijay Singh frá Fijí er með 99,000 stig. Banda­ríkjamaður­inn Jim Furyk er þriðji með 98,5 stig og landi hans Phil Mickel­son er með 98,000 stig. S-Kór­eumaður­inn K.J. Choi er fimmti með 97,500 stig. Woods var reynd­ar með mikla yf­ir­burði á stigalist­an­um en sam­kvæmt regl­um keppn­inn­ar voru stig kylf­inga "lækkuð" fyr­ir upp­hafs­mótið til þess að gera móta­haldið meira spenn­andi. Á hverju móti í úr­slita­keppn­inni eru 50.000 stig í pott­in­um og sig­ur­veg­ar­inn fær 9.000 stig.

Á loka­mót­inu fær sig­ur­veg­ar­inn 10.300 stig og er ljóst að Woods verður langt á eft­ir þegar annað mótið hefst eft­ir rúma viku.

Það er ekki aðeins sig­ur­veg­ar­inn sem fái vel borgað úr verðlauna­pott­in­um. Annað sætið gef­ur af sér um 200 millj. kr. og þriðja sætið 132 millj. kr.

Staðan á mót­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert