Woods landaði 660 millj. kr. í Atlanta

Tiger Woods.
Tiger Woods. Reuters.

Tiger Woods, heldur sigurgöngu sinni áfram á atvinnumótum á PGA-mótaröðinni, en hann varð í kvöld fyrsti sigurvegarinn í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar. Woods sigraði á fjórða og síðasta stigamótinu í úrslitakeppninni en hann sigraði á tveimur af alls fjórum í úrslitakeppninni og fékk hann um 660 millj. kr. fyrir sigurinn. Reyndar fékk Woods ekki nema um 77 millj. kr. eftir sigurinn í kvöld en afgangurinn fer í eftirlaunasjóð - og verður greiddur út síðar.

Woods hefur sigrað á fjórum af fimm síðustu mótum sem hann hefur tekið þátt í. Hann var átta höggum betri en Zach Johnson og Mark Calcavecchia á lokamótinu en Woods var samtals á 23 höggum undir pari. Woods hefur nú sigrað á 61 móti á PGA-mótaröðinni á ferlinum og er hann fyrsti kylfingurinn í sögu PGA sem nær að sigra á 7 mótum eða fleir á fjórum keppnistímabilum. Hann er fimmti í röðinni yfir þá sem hafa sigrað á flestum PGA-mótum en Arnold Palmer landaði sigri á 62 mótum á ferlinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert