Lék 18 holur á 56 höggum

mbl.is

Jay Osmon, aðstoðargolfkennari á Cattails golfvellinum í Colarado, gerði sér lítið fyrir þann 5. september s.l. að leika Cattails - völlinn á 15 höggum undir pari eða 56 höggum. Á 18. braut vallarins var hann nálægt því að fá örn en hann fékk „aðeins“ fugl og 56 högg var niðurstaða dagsins.

Hann lék af bláum teigum vallarins en völlurinn er um 5,500 metrar að lengd af þeim teigum. Osmon var greinilega „funheitur“ en hann ætlar sér að leika á úrtökumóti fyrir PGA-mótaröðina á La Quinta vellinum. Osmon er þrítugur og átti hann vallarmetið sjálfur sem var 62 högg. Hann fékk fimm fugla (-1)og tvo erni (-2) á fyrri 9 holunum sem hann lék á 26 höggum eða 9 höggum undir pari. Á 10. braut fékk hann örn (-2) og á síðustu 8 holunum fékk hann fjóra fugla til viðbótar og endaði á 15 höggum undir pari. „Þegar ég fékk að vita að ég hefði leikið fyrri 9 holurnar á 26 höggum þá fannst mér það frekar ótrúlegt. Ég vissi að ég hefði leiki vel en ég var ekki að leggja saman skorið á meðan ég var að leika,“ sagði Osmon.

Frá þessu er greint á fréttavefnum Golf World.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert