Glerbrotunum rigndi yfir Warren

Marc Warren og Colin Montgomerie.
Marc Warren og Colin Montgomerie. AP

Skotinn Marc Warren tekur golfíþróttina alvarlega enda er hann í úrvalsliði Breta og Íra á Seve bikarnum sem fram fer á Írlandi þessa dagana. Warren var ekki sáttur við sveifluna hjá sér eftir fyrsta keppnisdaginn í gær og tók hann létta æfingasveiflu með 5-járninu á hótelherberginu. Sveiflan var í góðu lagi en í aftursveiflunni sló hann niður gríðarstóra ljósakrónu sem hékk í loftinu á herberginu.

Ljósakrónan, sem var að mestu úr gleri, brotnaði við höggið og rigndi glerbrotunum yfir kylfinginn, og slasaðist hann töluvert.

Warren var fluttur á sjúkrahús eftir atvikið en hann fékk stóran skurð á kviðinn og þurfti að sauma fyrir sárið. Að auki fékk hann smávægilega skurði á handlegg og höfuð. Warren ætlar ekki að hætta keppni þrátt fyrir atvikið og hóf hann leik í morgun með úrvalsliði Breta og Íra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert