Skorkort Birgis. ">

Birgir komst í gegnum niðurskurðinn í Madrid

Birgir Leifur Hafþórsson á opna ítalska meistaramótinu.
Birgir Leifur Hafþórsson á opna ítalska meistaramótinu. mbl.is/Gunnar Sverrisson

Birgir Leifur Hafþórsson lék á pari vallar eða 72 höggum á öðrum keppnisdegi á Madridar meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Birgir lék á 75 höggum í gær eða þremur höggum yfir pari. Hann er í 59.-73. sæti og komast þeir sem eru á 3 höggum yfir pari í gegnum niðurskurðinn.

„Ég er mjög ánægður með það sem ég var að gera í dag, en ég er langt frá því að vera sáttur við gærdaginn. Byrjunin var skelfileg en ég náði að klóra mig í gegnum erfiðleikana,“ sagði Birgir við mbl.is í dag en á þeim tíma vissi hann ekki hvort hann kæmist í gegnum niðurskurðinn. „Ég hefði að sjálfsögðu viljað leika betur og vera í betri stöðu fyrir lokahringina tvo en ég á enn möguleika á að bæta stöðu mína.“ Í dag hitti Birgir 15 flatir í tilætluðum höggafjölda en hann fékk örn (-2) á þriðju braut vallarins. „Ég vippaði boltanum í holu í gær og fékk fugl og í dag gerði enn betur og vippaði í fyrir erni. Ég á því eftir að pútta á þessari flöt í þessu móti.“

Birgir er í 187. sæti á peningalista Evrópumótaraðarinnar og eru allar líkur á því að hann þurfi að fara í gegnum 2. stig úrtökumótsins sem fram fer 7.-10. nóvember.

Skorkort Birgis.

Staðan á mótinu.

Birgir lék fyrri 9 holurnar í dag á tveimur höggum undir pari en hann fékk örn (-2) á þriðju braut. Hann lék 10. og 14. brautirnar á einu höggi yfir pari og aðrar brautir á pari.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka