Els flaug með milljónirnar til París

Ernie Els fagnar sigrinum í dag.
Ernie Els fagnar sigrinum í dag. AP

Ernie Els frá Suður-Afríku átti ekki í miklum vandræðum með Angel Cabrera frá Argentínu í úrslitaleik HSBC-heimsmótsins í holukeppni í dag en Els sigraði 6/4. Þetta er í sjöunda sinn sem Els sigrar á þessu móti, og er það met. Hann um 120 milljónir kr. í sinn hlut fyrir sigurinn en þetta er fyrsti sigur hans á þessu ári á atvinnumóti.

Els fékk 13 fugla á þeim 32 holum í úrslitaleiknum en hann heldur rakleiðis með einkaþotu til Parísar þar sem hann ætlar að horfa á Suður-Afríku leika gegn Argentínu í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í ruðning.

Cabrera fer ekki tómhentur heim en hann fékk um 33,5 milljónir í sinn hlut.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert