Sviptingar hjá Birgi í Madrid

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Reuters.

Birg­ir Leif­ur Hafþórs­son endaði á tveim­ur högg­um und­ir pari á Madri­dar-meist­ara­mót­inu í golfi en hann lék á einu höggi und­ir pari á loka­deg­in­um í dag. Það er óhætt að segja að það hafi verið svipt­ing­ar á loka­hringn­um í dag þar sem Birg­ir fékk fjóra fugla, einn örn, tvo skolla og hann lék eina holu á þrem­ur yfir pari. Birg­ir er í 43. sæti þessa stund­ina og fær hann um 450.000 kr. í verðlauna­fé fyr­ir ár­ang­ur­inn.

Skor­kort Birg­is.

Staðan á mót­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert