Reglubreytingar í golfíþróttinni taka gildi árið 2008

Thomas Björn slær úr glompu.
Thomas Björn slær úr glompu. AP

Royal and Ancient (R&A), æðsta yfirvald golfíþróttarinnar í Evrópu, og bandaríska golfsambandið, boða nokkrar breytingar á golfreglunum sem taka gildi á næsta ári. Stærsta breytingin á reglunum er sú að kylfingar sem lenda í því að fá eigin bolta í sig fá eitt vítishögg í stað tveggja áður.

Jeff Maggert frá Bandaríkjunum fékk tvö vítishögg á sig í síðustu umferð Mastersmótsins árið 2003 þar sem að boltinn fór í hann eftir að hann sló upp úr glompu. Maggert lék holuna á þremur höggum yfir pari og missti af sigrinum. Þessi breyting á einnig við ef bolti fer óvart í kylfusvein, útbúnað kylfings (poka eða kerru).

Þeir kylfingar sem eru með ólöglega kylfu í pokanum sínum í keppni en nota hana ekki fá ekki frávísun. Í staðin fyrir frávísun verða tvö vítishögg dæmd á þá fyrir hverja holu sem þeir eru með kylfuna í pokanum en þó aldrei fleiri en fjögur vítishögg á hverjum hring.

Þriðja breytingin sem þykir athygliverð er að kylfingar geta nú lyft bolta upp í glompu eða vatnstorfæru til þess að ganga úr skugga um að þetta sé þeirra bolti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert