Enski kylfingurinn Ian Poulter er á allra vörum í dag eftir viðtal sem birt var í golftímaritinu Golf Monthly en þar var haft eftir Poulter að hann yrði eini keppinautur Tiger Woods í nánustu framtíð.
Poulter hefur haft nóg að gera við að svara spurningum blaða- og fréttamanna á Dubai Desert meistaramótinu þar sem hann lék á 70 höggum á fyrsta keppnisdegi mótsins og er hann 5 höggum á eftir Tiger Woods sem er efstur. Poulter segir að blaðamaður golf Monthly hafi ekki haft rétt eftir í viðtalinu.
„Ég er í óþægilegri stöðu en ég sagði þetta aldrei. Auðvitað hefur slíkt áhrif og þegar ég skoðaði helstu fréttir á netinu í gær sá ég að þessi orð mín eru helsta golf frétt heimsins. Þetta er mjög erfið staða og það sem ég sagði var tekið úr samhengi. Sá sem skrifaði greinina var í þrjá tíma inni á heimili mínu og miðað við þann tíma sem viðtalið tók þá hélt ég að útkoman yrði betri,“ sagði Poulter í dag.
Staða efstu manna á mótinu:
Tiger Woods (Bandaríkin) 65
Simon Dyson (England) 67
Pelle Edberg (Svíþjóð) 67
Scott Hend (Ástralía) 67
Miguel Angel Jimenez (Spánn) 67
Martin Kaymer (Þýskaland) 67
Thomas Levet (Frakkland) 67
Graeme McDowell (England) 67
Andrew McLardy (Suður-Afríka) 67
Gary Murphy (Írland) 67
Jyoti Randhawa (Indland) 67
Jeev Milkha Singh (Indland) 67
Benn Barham (England) 68
Ariel Canete (Argentína) 68
Robert-Jan Derksen (Holland) 68
Ernie Els (Suður-Afríka) 68
Sergio Garcia (Spánn) 68
Sören Hansen (Danmörk) 68
Garry Houston (England) 68
David Howell (England) 68
Shiv Kapur (Indland) 68
James Kingston (Suður-Afríka) 68
Damien McGrane (Írland) 68
Peter O'Malley (Ástralía) 68
Henrik Stenson (Svíþjóð) 68
Daniel Vancsik (Argentína) 68
Andrew Coltart (Skotland) 69
Ross Fisher (Bretland) 69
Alastair Forsyth (Skotland) 69
Marcus Fraser (Ástralía) 69
Ignacio Garrido (Spánn) 69
Peter Hedblom (Svíþjóð) 69
Thongchai Jaidee (Taíland) 69
Sören Kjeldsen (Danmörk) 69
Peter Lawrie (Írland) 69
Rory McIlroy (Norður-Írland) 69
Hennie Otto (Suður-Afríka) 69
Richard Sterne (Suður-Afríka) 69
Graeme Storm (Bretland) 69
Miles Tunnicliff (England) 69
Mads Vibe-Hastrup (Danmörk) 69
Lee Westwood (England) 69
Paul Broadhurst (England) 70
Stephen Gallacher (Skotland) 70
Anders Hansen (Danmörk) 70
Peter Hanson (Svíþjóð) 70
Robert Karlsson (Svíþjóð) 70
Jose Manuel Lara (Spánn) 70
Mark O'Meara (Bandaríkin.) 70
Ian Poulter (England) 70
Charl Schwartzel (Suður-Afríka) 70