Slök byrjun hjá íslensku kylfingunum

Stefán Már Stefánsson.
Stefán Már Stefánsson. Eyþór Árnason

Íslensku kylfingarnir fjórir sem leika á Hi5 mótaröðinni á Spáni náðu sér ekki á strik á fyrsta keppnisdegi mótsins í dag. Stefán Már Stefánsson, áhugakylfingur úr GR, lék á 5 höggum yfir pari í dag eða 76 höggum.

Stefán er í 17.-23. sæti af alls 47 kylfingum. Magnús Lárusson úr Kili er á 7 höggum yfir pari, 78 höggum, sem skilar honum í 26.-29. sæti. Örn Ævar Hjartarson úr GS lék á 80 höggum eða 9 höggum yfir pari og Sigurþór Jónsson úr GR lék á 15 höggum yfir pari eða 86 höggum. Sigurþór er í 42. sæti.

Besta skor keppninnar er par vallar en tveir danskir kylfingar og einn enskur náðu því í dag.

Staðan á mótinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert