Dougherty fékk 10 fugla í Malasíu

Nick Dougherty.
Nick Dougherty. Reuters

Nick Dougherty frá Englandi hefur leikið best þeirra sem hafa lokið við fyrsta hringinn af fjórum á Malasíu meistaramótinu í golfi sem hófst í morgun. Dougherty fékk 10 fugla og gerði engin m0stök á hringnum og er hann efstur á 62 höggum eða 10 höggum undir pari. Simon Dyson frá Englandi og Markus Fraser frá Ástralíu eru næstir í röðinni á 64 höggum eða 8 höggum undir pari. 

Norður-Írinn Darren Clarke er í 34. sæti af þeim sem hafa lokið leik í dag en hann lék á 69 höggum. Landi hans Rory McIlroy byrjaði ekki eins vel en hann er á meðal efnilegustu kylfinga Evrópu. McIlroy lék á 75 höggum eða 3 höggum yfir pari. Michael Campbell frá Nýja-Sjálandi, sem sigraði á opna bandaríska meistaramótinu árið 2005, hefur eflaust átt betri daga í vinnunni en hann er í neðsta sæti af þeim sem hafa lokið leik í dag en hann lék á 84 höggum eða 12 höggum yfir pari vallar. 

Staðan á mótinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert