Magnús lék illa á lokahringnum

Magnús Lárusson.
Magnús Lárusson. mbl.is/Brynjar Gauti

Magnús Lárusson atvinnukylfingur úr Kili Mosfellsbæ endaði í 33.-37. sæti á Hi5 Protour mótaröðinni í golfi sem fram fór á Spáni. Magnús lék illa á öðrum keppnisdegi eða 81 höggi og endaði hann á 12 höggum yfir pari samtals (75-81). Keppni var frestað í gær vegna hvassviðris og voru því aðeins leiknar 36 holur en ekki 54. 

Það er óhætt að segja að skorkortið hjá Magnúsi hafi verið skrautlegt í dag því hann fékk fimm fugla (-1), fimm pör, fjóra skolla (+1) og á fjórum holum lék hann á tveimur höggum yfir pari eða verr. Þjóðverjinn Patrick Niderdrenk sigraði á 6 höggum undir pari samtals (66-72).

Lokastaðan

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert