Tiger Woods er nú í þriðja sæti yfir sigursælustu kylfinga sögunnar á PGA-mótaröðinni en sigur hans á Arnols Palmer meistaramótinu á Bay Hill vellinum í gær var sá 64. hjá Woods og deilir hann þriðja sætinu með Ben Hogan sem lést árið 1997. Jack Nicklaus er í öðru sæti með 73 sigra en Sam Snead sigraði á 82 mótum en hann lést árið 2002.
Woods hefur nú sigrað á fimm PGA-mótum í röð en sigurganga hans nær yfir sjö síðustu mót þar sem hann hefur mætt til leiks. Hann sigraði á Dubai meistaramótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni og hann sigraði einnig á Target meistaramótinu sem telst ekki opinbert atvinnumót þar sem að aðeins 16 kylfingnum er boðið að taka þátt á því móti.
Í sögu PGA-mótaraðarinnar hefur það fimm sinnum gerst að kylfingar hafa náð fimm sigrum í röð, og Woods kom þar við sögu í þremur tilvikum. Ben Hogan náði sex sigrum í röð en metið verður líklega seint slegið. Það á Byron Nelson, sem sigraði á 11 PGA-mótum í röð.
Sigur Woods á Arnold Palmer meistaramótinu er fimmti sigur hans á þessu móti. Hann er eini kylfingurinn í sögu PGA sem hefur sigrað fimm sinnum á fjórum mismunandi PGA-mótum. Hann hefur sigrað fimm sinnum á Buick-, Bridgestone og CA-meistaramótunum.
Woods tryggði sér sigurinn á Arnold Palmer meistaramótinu með því að setja niður pútt fyrir fugli á lokaholunni og er þetta í fyrsta sinn frá árinu 2001 þar sem Woods tryggir sér sigur á PGA-móti með fugli á lokaholunni. Bart Bryant frá Bandaríkjunum var efstur á 9 höggum undir pari þegar Woods átti eftir að leika lokaholuna. Bryant hafði ekki tök á því að fylgjast með lokaholunni hjá Tiger þar sem hann var að ganga frá skorkortinu og á þeim stað var ekkert sjónvarp.
„Ég vissi að ég þyrfti ekki að fylgjast með Tiger á lokaholunni. Ég var viss um að ég myndi heyra fagnaðarlæti ef Woods myndi ná fugli á lokaholunni. Það fór ekkert framhjá neinum að eitthvað slíkt hafði gerst. Ég stóð því upp og fór,“ sagði Bryant sem var sá eini sem náði að leika alla fjóra hringina undir pari.
Flestir sigrar á PGA-mótaröðinni frá upphafi. Þeir kylfingar sem eru merktir með * eru enn að leika á PGA-mótaröðinni.
Sam Snead - 82
Jack Nicklaus - 73
Ben Hogan - 64
*Tiger Woods - 64
Arnold Palmer - 62
Byron Nelson - 52
Billy Casper - 51
Walter Hagen - 44
Cary Middlecoff - 40
Gene Sarazen - 39
Tom Watson - 39
Lloyd Mangrum - 36
*Phil Mickelson - 33
Horton Smith - 32
Harry Cooper - 31
Jimmy Demaret - 31
*Vijay Singh - 31
Leo Diegel - 30
Gene Littler - 29
Paul Runyan - 29
Lee Trevino - 29
Henry Picard - 26
Tommy Armour - 25
Johnny Miller - 25
Gary Player - 24
Macdonald Smith - 24
Johnny Farrell - 22
Raymond Floyd - 22
Willie Macfarlane - 21
Lanny Wadkins - 21
Craig Wood - 21
Jim Barnes - 20
Hale Irwin - 20
Bill Mehlhorn - 20
Greg Norman - 20
Doug Sanders - 20
Ben Crenshaw - 19
Doug Ford - 19
Hubert Green - 19
Tom Kite - 19
*Davis Love III - 19
*Nick Price - 18
Julius Boros - 18
Jim Ferrier - 18
E.J. "Dutch" Harrison - 18
Johnny Revolta - 18
Jack Burke - 17
Bobby Cruickshank - 17
Harold "Jug" McSpaden - 17
Curtis Strange - 17
*Ernie Els – 16
Ralph Guldahl - 16
Mark O'Meara - 16
Tom Weiskopf - 16
Tommy Bolt – 15
*Fred Couples - 15
Ed Dudley - 15
Bobby Locke - 15
*Corey Pavin – 15
Denny Shute - 15
Mike Souchak - 15