Birgir Leifur Hafþórsson náði sér ekki á strik á fjórða og síðasta keppnisdegi á Andalúsíu meistaramótinu í golfi sem fram fer á Spáni. Birgir lék lokahringinn á 5 höggum yfir pari eða 77 höggum og samtals lék hann á 9 höggum yfir pari. Keppni er ekki lokið en líklega mun Birgir enda í 69. sæti af þeim 143 kylfingum sem hófu keppni.
Skorkort Birgis. Staðan á mótinu.
Birgir mun fá um 2.000 Evrur í verðlaunafé eða rétt um 250.000 kr. Hann var í 256. sæti peningalista Evrópumótaraðarinnar fyrir mótiði í Andalúsíu og mun hann líklega hækka um nokkur sæti eftir mótið á Spáni. Á heimslistanum er Birgir í 827. sæti.
Næsta mót á Evrópumótaröðinni fer fram í Portúgal og hefst það á fimmtudag í næstu viku. Birgir verður á meðal keppenda á því móti.