Birgir lék á 69 höggum

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Reuters

Birgir Leifur Hafþórsson lék á tveimur höggum undir pari eða 69 höggum á fyrsta hringnum á Estoril meistaramótinu í golfi á Evrópumótaröðinni í morgun en þetta er sjötta mótið hjá Birgi á keppnistimablinu á Evrópumótaröðinni. Birgir er í 18. sæti ásamt fleiri kylfingum eins og staðan er þessa stundina. 

Skorkort Birgis var frekar skrautlegt í dag en hann fékk alls 6 fugla (-1) og 4 skolla (+1). Hann hóf leiká 8. teig í morgun og lék hann fyrri 9 holurnar á 2 höggum undir pari þar sem  hann fékk m.a. þrjá fugla í röð. Á lokakaflanum á fyrsta hringnum fékk Birgir tvo skolla í röð, á 5. pg 6. braut en hann lagaði stöðu sína á lokaholu dagsins, þeirri 7., með fugli.

Skorkort Birgis.

Staðan.

Spánverjinn Gonzalo Fdez-Casano er efstur af þeim sem hafa lokið leik í dag en hann er á 7 höggum undir pari eða 64 höggum. 

Darren Clarke frá Norður-Írlandi byrjaði vel í morgun og lék hann fyrri 9 holurnar á 6 höggum undir pari en það gekk ekki eins vel í framhaldinu þar sem hann endaði hringinn á 3 höggum undir pari eða 68 höggum. Daninn Thomas Björn lék á 74 höggum í morgun eða 3 höggum yfir pari. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert