Birgir lék vel og bætti stöðu sína

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Reuters

Birgir Leifur Hafþórsson bætti stöðu sína verulega á þriðja keppnisdegi af fjórum á Estoril meistaramótinu í golfi á Evrópumótaröðinni. Birgir lék á 66 höggum í dag eða 5 höggum undir pari og er hann samtals á 8 höggum undir pari. Hann er í 14. sæti þessa stundina en hann var í 51.-61. sæti þegar keppni hófst í dag. Fylgst var með gangi mála hjá mbl.is. 

Birgir hefur lokið við 18 holur í dag og lék hann á 5 höggum undir pari. Hann er því á 8 höggum undir pari samtals sem skilar honum í 24. sæti þessa stundina. Birgir fékk 7 fugla í dag og 2 skolla.

Alls komust 77 kylfingar í gegnum niðurskurðinn en 156 kylfingar hófu leik á mótinu. 

Staðan á mótinu

Frakkinn Gregory Bourdy er efstur á 14 höggum undir pari en hann hefur leik eftir hádegi í dag. Spánverjinn Gonzalo Fdez-Castano er annar á 12 höggum undir pari og Frakkinn Thomas Levet er þriðji á 11 höggum undir pari.

Það voru margir þekktir kappar sem komust ekki í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi. Þar má nefna Markus Brier frá Austurríki, Greame Storm frá Englandi, Thomas Björn frá Danmörku, Peter Hedblom frá Svíþjóð sem er í 15. sæti peningalista Evrópumótaraðarinnar og Per Ulrik Johanson frá Svíþjóð.

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert