Golfsamband Íslands hefur ákveðið að samræma forgjafarkerfið hér á landi við önnur Evrópulönd og verða nokkrar breytingar á forgjafarkerfinu hér á Íslandi. EGA forgjafarkerfið er það kerfi sem Evrópska Golfsambandið (EGA) leggur öllum aðildarlöndum til að nota til að tryggja sanngirni og samræmi í forgjöf um alla Evrópu. Frá þessu er greint á vef GSÍ.
EGA forgjafarkerfið er það kerfi sem Evrópska Golfsambandið (EGA)
leggur öllum aðildarlöndum til að nota til að tryggja sanngirni og
samræmi í forgjöf um alla Evrópu. Og til að samræma forgjafarkerfið
hér á landi við önnur Evrópulönd þá verða nokkrar breytingar þetta
árið.
1. Leiðréttingarstaðall fyrir Stablefordkeppni
(CSA)
Tekinn verður upp leiðréttingarstaðall fyrir Stablefordkeppni (CSA)
sem notaður er í nær allri Evrópu. Þegar óeðlileg leikskilyrði koma
upp í móti þá verður milli -1 og +3 nettópunktum bætt við skor
kylfinga og séu skilyrðin mjög slæm jafnvel orðið til þess að
skorirnar gilda aðeins til lækkunar, án neinnar hækkunar. Það er
gengið út frá því að gæði skora á velli séu í samræmi við
vallarmatið. En vallarmatið er miðað við eðlileg leikskilyrði á
vellinum. CSA verður reiknað sjálfkrafa á golf.is eftir hvern hring
í öllum mótum sem gilda til forgjafar. Mótstjórn hefur ekki heimild
til að breyta því eða að hafa áhrif útreikning. Að loknum hring í
móti reiknar tölvukerfi GSÍ (golf.is) út hversu margir kylfingar
voru með 34 punkta eða meira og ber það saman við staðal frá EGA
hvað væri eðlilegt að mörg prósent af kylfingum væru með 34 punkta
eða meira og leiðréttir eftir því. CSA eða Competition Stableford
Adjustment (kallað CSS í Englandi) hefur verið notað í flest öllum
Evrópulöndum í mörg ár.
2. Virk forgjöf (*) tekur gildi 1. júlí 2008.
Forgjafir kylfinga sem hafa skilað inn 4 eða fleirum gildum skorum
á golf.is á síðasta ári eða þremur á þessu ári teljast hafa “virkar
forgjafir” og verður hún merkt með stjörnu (*). Gild skor teljast
skor úr keppni eða æfingahring við forgjafarskilyrði. Kylfingar sem
ekki hafa skilað tilætluðum fjölda gildra skora teljast með óvirka
forgjöf vegna þess hún byggist á ónógum núgildandi upplýsingum og
hana er ekki unnt að staðfesta svo marktækt sé. Þeir kylfingar sem
eru með óvirka forgjöf fá aftur virka forgjöf ef þeir skila inn 3
gildum skorum á golf.is á þessu ári. Mótanefndir klúbba ættu að
láta alla keppendur vita í upplýsingum um mótið að kylfingar sem
eru með óvirka forgjöf geta ekki unnið til verðlauna í mótinu.
3. Árleg endurskoðun forgjafar
Forgjafarnefndir klúbba eiga nú samkvæmt EGA forgjafarkerfinu að
framkvæma árlega endurskoðun forgjafar hjá öllum klúbbfélögum sem
skilað hafa 4 eða fleirum skorum á síðasta ári. Ef forgjafarnefnd
sem fer með forgjafarstjórn leikmanns telur að grunnforgjöf hans sé
of há eða of lág og sýni þar af leiðandi ekki raunverulega getu
hans getur nefndin hækkað eða lækkað grunnforgjöf hans um þau högg
sem kerfið leggur til, eða allt niður í þá forgjöf sem hún telur
hæfa. Forgjöf þeirra kylfingar sem skiluðu 3 eða færri skorum á
síðasta ári verður óbreytt því hún byggist á ónógum núgildandi
upplýsingum og hana er ekki unnt að staðfesta svo marktækt sé.
Endurskoðun forgjafar fer þannig fram að tölvukerfi GSÍ (golf.is)
tekur meðaltal af helming bestu skora kylfings á síðasta ári. Sem
dæmi: kylfingur skilar inn 6 gildum skorum upp á 24, 35,
32, 28, 30 og 25 punkta. Þá er meðaltal betri
helmings skora hans (35+32+30) / 3 = 32,3. Þetta
meðaltal er síðan borið saman við væntanlegt skor þessa kylfings í
viðkomandi forgjafarflokki við 18 holu leik. Eftirfarandi er tafla
sýnir hvaða skor (Stableford punkta) kylfingur í viðkomandi
forgjafarflokki má að meðaltali vænta þegar hann leikur 18
holur.
Tafla þessi hefur verið unnin af Evrópska Golfsambandinu (EGA) og á
bakvið hana eru milljónir skora síðustu ára um allan heim sem tekin
voru til útreiknings.
0 til 2,4 34 Punktar
2,5 til 5,4 33 Punktar
5,5 til 9,4 32 Punktar
9,5 til 13,4 31 Punktar
13,5 til 18,4 30 Punktar
18,5 til 26,4 29 Punktar
26,5 til 36,0 28 Punktar
Út frá þessari töflu er auðveldlega hægt að sjá að skor kylfings
sem fær 34 punkta á 18 holu hring er vel yfir meðaltali (og mest 6
punkta yfir meðaltali). Sem sýnir að forgjöfin endurspeglar ekki
alltaf getu kylfinga. Hægt er að ganga út frá þeirri
þumalputtareglu að af tíu skorum kylfings þá er eitt skor hærra en
36 punktar, tvö til þrjú á gráa svæðinu og sex til sjö fyrir neðan
gráa svæðið.