Sabbatini þarf að sigra „álögin“

Rory Sabbatini notaði ekki dræver á par 3 holu mótinu …
Rory Sabbatini notaði ekki dræver á par 3 holu mótinu í gær. Reuters

Rory Sabattini frá Suður-Afríku mun ekki sigra á Mastersmótinu sem hefst í dag ef marka má sögu Mastersmótsins. Sabbatini sigraði í gær á par 3 holu mótinu en það hefur aldrei gerst að sigurvegari par 3 holu mótsins nái að sigra á sjálfu stórmótinu í kjölfarið og telja margir að um álög sé að ræða.

Sabbatini lék á 5 höggum undir pari á vellinum sem er aðeins 9 holur en þar eru eftirlíkingar af helstu kennileitum Augusta vallarins.

Hinn 37 ára gamli Sabbatini er ekkert smeykur um stöðu sína þrátt fyrir sigurinn á par 3 holu mótinu. „Ég er alveg til í að verða sá fyrsti sem vinnur bæði mótin,“  sagði Sabbatini í gær en um 30.000 áhorfendur fylgdust með gangi mála á mótinu.  Fjórir kylfingar fóru holu í höggi í gær á par 3 holu mótinu. Paul Azinger, Wayne Grady, Fred Couples og hinn 70 ára gamli Charles Coody setti einnig boltann beint ofaní eftir upphafshöggið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert