Immelman var alltaf í efsta sæti

Zach Johnson fékk það hlutverk að klæða Trevor Immelman í …
Zach Johnson fékk það hlutverk að klæða Trevor Immelman í græna jakkann. Reuters

Trevor Immelman frá Suður-Afríku var í efsta sæti Mastersmótsins alla fjóra keppnisdagana en það hefur ekki gerst frá árinu 1976. Ray Floyd frá Bandaríkjunum sigraði á Mastersmótinu það ár en hann lék fyrstu tvo hringina á 65 og 66 höggum. Hann lék síðustu tvo hringina á sama skori, 70 höggum, og sigraði hann með 8 högga mun. 

Immelman var lagður inn á sjúkrahús í desember á s.l. ári eftir að hann hafði sigrað á móti á Evrópumótaröðinni í Suður-Afríku. Hann átti erfitt með að anda og hann var með mikla verki í kviðarholi og baki. Í ljóskom að hann var með æxli í kviðarholinu og var það fjarlægt með skurðaðgerð.

„Ég var ekki að hugsa um golf eftir að læknarnir sögðu mér að ég væri með æxli í líkamanu. Á slíkum stundum þá uppgötvar maður að það er til fleira í lífinu en golf. Ég var með hugann við fjölskylduna og ég var virkilega óttasleginn á meðan rannsóknir fóru fram á æxlinu. Það reyndist góðkynja og ég var að sjálfsögðu ánægður með þær fréttir," sagði Immelman eftir sigurinn á Mastersmótinu. 

Immelman var valinn í Alþjóðlega úrvalsliðið fyrir Forsetabikarinn árið 2005 og var það landi hans Gary Player sem stóð að því vali. Player var harðlega gagnrýndur fyrir valið á Immelman sem á þeim tíma var ekki búinn að sanna sig á PGA-mótaröðinni. Þar sem Immelman var valinn í Forsetabikarliðið fékk hann keppnisrétt á PGA-mótaröðinni haustið 2005 og hann sigraði á fyrsta PGA-mótinu árið 2006. Það tryggði honum tveggja ára keppnisrétt á mótaröðinni og með sigrinum á Mastersmótinu hafa allar dyr opnast fyrir Immelman.  

Trevor Immelman.
Trevor Immelman. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert