Tiger Woods, efsti kylfingur heimslistans í golfi, verður frá keppni í 4-6 vikur en hann fór í speglunaraðger á hné í gær. Woods endaði í öðru sæti Mastersmótsins sem lauk s.l. sunnudag en þar sigrað Trevor Immelman frá Suður-Afríku.
Woods hafði sett sér háleit markmið fyrir þetta ár og ætlaði hann sér að sigra á öllum fjórum stórmótunumá þessu ári. Meiðsli Woods eru ekki alvarleg en um var að ræða brjósk - og liðþófaskemmdir. Hann mun missa af Players meistaramótinu sem fram fer 8.-11. maí. Hann verður líklega klár í slaginn fyrir næsta stórmót, Opna bandaríska meistaramótið, sem fram fer 12.-15. júní á Torrey Pines í San Diego.
Þetta er í þriðja sinn sem Woods fer á aðger á vinstra hné, fyrst árið 1994 og aftur árið 2002.