„Ég er gamall og feitur“

Paul Goydos.
Paul Goydos. Reuters

Paul Goydos er ekki þekktasti kylfingurinn á PGA-mótaröðinni en hann vakti athygli á Players meistaramótinu sem lauk í gær. Goydos, sem er 43 ára gamall, hefur aldrei sigrað á PGA-mótaröðinni á s.l. 16 árum og besti árangur hans er 44 sæti á peningalistanum. Hann  mætti til leiks á TPC Sawgrass með derhúfu sem var ekki með auglýsingu fram á líkt og hjá flestum öðrum kylfingum á PGA-mótaröðinni. Goydos fór ekkert í felur þegar hann var spurður af fréttamanni af hverju hann væri ekki með auglýsingu líkt og aðrir.

„Ég er gamall og feitur. Það hefur enginn haft áhuga á mér,“ sagði Goydos sem tapaði í bráðabana gegn Sergio Garcia um sigurinn á Players meistaramótinu. Upphafshögg Goydos fór í vatnið á hinni frægu 17. flöt á Sawgrass vellinum. Goydos er fyrsti kylfingnurinn í sögu PGA-mótaraðarinnar sem fær meira en 1 milljón dali fyrir annað sætið en hann fékk rúmlega 81 milljón kr. en Garcia fékk rúmlega 130 milljónir kr. fyrir sigurinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert