Skrautlegt skorkort hjá Heiðari í Þýskalandi

Heiðar Davíð Bragason.
Heiðar Davíð Bragason. Eyþór Árnason

Heiðar Davíð Bragason atvinnukylfingur úr GR lék á 77 höggum í gær á öðrum keppnisdegi á EPD-atvinnumótaröðinni í Þýskalandi og er hann samtals á 4 höggum yfir pari fyrir lokadaginn. Heiðar lék fyrsta hringinn á 71 höggi eða einu höggi undir pari. Í gær lék hann á fimm höggum yfir pari en skorkortið hjá Heiðari var mjög skrautlegt.

Hann lék fyrri 9 holurnar á einu höggi undir pari, 34 höggum, en síðari 9 holurnar á 43 höggum þar sem hann fékk þrjá skramba (+2) og einn skolla (+1). Heiðar komst í gegnum niðurskurðinn og lýkur hann keppni síðar í dag. Þjóðverjarnir Manuel Kempe og Patrick Niederdrenk eru efstir á 7 höggum undir pari.

Staðan

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert