Finch féll í vatnið og sigraði

Richard Finch.
Richard Finch. AP

Englendingurinn Richard Finch sigraði á Opna írska meistaramótinu sem lauk í dag en þetta er annar sigur hans á Evrópumótaröðinni. Finch lenti í vandræðum á lokaholunni þegar hann sló þriðja höggið inn á flöt. Boltinn var nálægt vatni sem liggur meðfram brautinni á Adare Manor –vellinum og endaði Finch á kafi ofaní vatninu eftir að hann sló boltann.

Hann lék lokaholuna á 6 höggum en það skipti engu máli þar sem hann var með þriggja högga forskot á Felipe Aguilar frá Chile fyrir lokaholuna. Robert Karlsson frá Svíþjóð lék á 7 höggum undir pari líkt og Lee Westwood frá Englandi, Gary Murphy frá Írlandi og Maartin Lafeeber frá Frakklandi.

Westwood lék á 64 höggum í gær eða 8 höggum undir pari en hann náði ekki að fylgja því eftir í dag þar sem hann lék á 72 höggum eða pari vallar. Darren Clarke frá Norður-Írlandi endaði í 16. sæti á 2 höggum undir pari  og Padraig Harrington frá Írlandi var samtals á einu höggi undir pari vallar.

Lokastaðan

Richard Finch.
Richard Finch. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert