„Keppi eins lengi og ég get“

Nína Björk Geirsdóttir verður með í sumar.
Nína Björk Geirsdóttir verður með í sumar. mbl.is/Frikki

„Ég ætla að spila og keppa í sumar eins lengi og ég get. Líklega verð ég með „kúluna“ út í loftið í lok júlí þegar titilvörnin hefst á Íslandsmótinu í höggleik. Það er kannski erfitt að plana langt fram í tímann í þessu ástandi en ég get sagt það að ég ætla mér til Vestmannaeyja og síðan verð ég bara að sjá til hvort ég geti spilað,“ segir Nína Björk Geirsdóttir Íslandsmeistari í höggleik kvenna í golfi en hún á von á sínu fyrsta barni í lok október.

Nína varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í fyrra á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Hún hefur verið í fremstu röð kvenkylfinga á allra síðustu árum en unnusti hennar er afrekskylfingurinn Pétur Óskar Sigurðsson úr GR sem er sonur Sigurðar Péturssonar, margfalds Íslandsmeistara. „Ég sé fá vandamál við að keppa og æfa í þessu ástandi. Þetta verður skemmtilegt sumar,“ sagði Nína Björk Geirsdóttir.

Sjá nánar viðtal við Nínu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert