Ragna Björk Ólafsdóttir úr Keili endaði í 26.-28. sæti á opna írska áhugamannamótinu sem lauk í gær. Ragna lék 54 holur á 232 höggum en Tinna Jóhannsdóttir úr GK endaði í 39.-40. sæti á 244 höggum. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni komst ekki í gegnum niðurskurðinn á mótinu.
Breanne Loucks frá Wales sigraði á 2 höggum undir pari samtals, 214 höggum (69-72-73), en Roseanne Niven frá Skotlandi varð önnur á 217 höggum. Ragna lék á 16 höggum yfir pari (77-80-75), Tinna var á 28 höggum yfir pari eða (77-81-86) og Valdís lék fyrstu tvo hringina á 84 og 79 höggum sem dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn.
Ísland endaði í neðsta sæti í liðakeppninni þar sem að Wales sigraði og Írland varð í öðru sæti og Englendingar í því þriðja. Tvö bestu skorin töldu á hverjum degi í liðakeppninni.
Úrslit í liðakeppninni:
Wales 439 (+5)
Írland 440 (+8)
England 444 (+12)
Frakkland 449 (+17)
Þýskaland 450 (+18)
Skotland 459 (+27)
Tyrkland 460 (+28)
Ísland 474 (+42)