„Nú verður leikið sóknargolf sem aldrei fyrr“

Hlynur Geir Hjartarson.
Hlynur Geir Hjartarson. mbl.is/seth@mbl.is/golf@mbl.is

Þrátt fyrir að spila mikið betur í gær en í fyrradag er íslenska landsliðið á Evrópumóti áhugamanna í golfi í slæmum málum. Keppikefli þeirra í dag og á morgun er það helst að ná sautjánda sætinu sem er síðasta sætið til að tryggja þátttökurétt á mótinu að ári. Strákarnir sex í liðinu ætla sér að leika djarft í dag og mottó dagsins er sóknargolf og aftur sóknargolf.

„Nú snýst þetta eingöngu um sóknargolf og að koma í veg fyrir að Ísland falli úr keppninni,“ segir Hlynur Geir Hjartarsson, einn þeirra sex Íslendinga sem keppa á Evrópumóti áhugakylfinga sem fram fer á Ítalíu.

Þriðji keppnisdagurinn hefst í dag og er keppt í holukeppni í stað höggleiks eins og raunin var fyrstu tvo daga mótsins en strákarnir vilja eflaust gleyma þeim sem fyrst enda var fyrsti dagurinn ekkert annað en stórslys að mati fararstjóra liðsins, Ragnars Ólafssonar.

Fyrir daginn er Ísland í átjánda sætinu af tuttugu þjóðum alls en liðið skipa þeir Hlynur Geir Hjartarsson, Ólafur Björn Loftsson, Sigmundur Einar Másson, Kristján Þór Einarsson, Sigurþór Jónsson og Stefán Már Stefánsson. Keppir Ísland síðustu tvo dagana á móti Sviss, Eistlandi og Póllandi um eina lausa sætið sem eftir er og hefja íslensku strákarnir leik um klukkan níu að íslenskum tíma.

Í hnotskurn


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert