Íslensku stúlkurnar neðarlega í Skotlandi

Ingunn Gunnarsdóttir.
Ingunn Gunnarsdóttir. mbl.is/Kristinn

Íslenska kvennalandsliðið í golfi, skipað 18 ára og yngri, er í 16. sæti af nítján þjóðum eftir fyrsta dag á Evrópumótinu sem hófst í Skotlandi í dag.

Íslenska liðið lék alls á 236 höggum eða 20 höggum yfir pari en þrír keppendur af fjórum telja á hverjum hring. Wales er höggi fyrir ofan Ísland og fyrir neðan eru Skotar á 21 höggi yfir pari, Noregur á 23 yfir pari og Lettland á 37 höggum yfir pari.

Eygló Myrra Óskarsdóttir úr Oddi lék best íslensku keppendanna á þremur höggum yfir pari, Signý Arnórsdóttir, GK, var á 7 höggum yfir pari, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, á 10 yfir pari og Ingunn Gunnarsdóttir á 16 höggum yfir pari.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert