Hvíti hákarlinn blandar sér í baráttuna

Greg Norman slær á Royal Birkadale vellinum í dag.
Greg Norman slær á Royal Birkadale vellinum í dag. Reuters

Aðeins þrír kylfingar náðu að leika Royal Birkdale völlinn á Englandi undir pari á fyrsta keppnisdegi á Opna breska meistaramótsins. Rocco Mediate frá Bandaríkjunum, sem tapaði í umspili á Opna bandaríska meistaramótinu gegn Tiger Woods, Greame McDowell frá Norður-Írlandi og Robert Allenby frá Ástralíu eru allir á einu höggi undir pari.

Staðan

Það kemur engum á óvart að Adam Scott sé í baráttunni um sigurinn en Ástralinn er á 70 höggum en það kemur hinsvegar á óvart að landi hans Greg Norman er á sama skori. Norman hefur einbeitt sér að tennisíþróttinni og viðskiptum á undanförnum árum en hann virðist ekki hafa gleymt því hvernig á að slá golfbolta.

Staðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert