Annar keppnisdagur á Opna breska hófst í morgun og eru nokkuð margir búnir að ljúka leik í dag. Greg Norman er efstur á pari vallar en hinn 53 ára gamli Ástrali eftir að hafa leikið báða hringina á 70 höggum. Norman hefur lítið sinnt keppnisgolfinu á undanförnum árum og í gær sagðist hann æfa meira tennis en golf. Norman er nýgiftur en eiginkona hans er Chris Evert frá Bandaríkjunum en hún sigraði á 18 stórmótum í einliðaleik í tennis á árum áður.
Camillo Villegas frá Kólumbíu lék frábært golf í dag og bætti sig um 9 högg en hann lék á 65 höggum í dag eða 5 höggum undir pari.
Villegas er sem stendur í öðru sæti á einu höggi yfir pari vallar. Miðað við stöðuna þessa stundina þá er Norman efstur á pari, Villegas annar á 1 höggi yfir pari, Rocco Mediate frá Bandaríkjunum, Jim Furyk frá Bandaríkjunum, Robert Allenby frá Ástralíu og Greame McDowell frá Norður-Írlandi koma þar á eftir á 2 höggum yfir pari.
Fjölmargir eiga eftir að hefja keppni í dag og staðan á eftir að breytast töluvert.