Hver sigrar á Opna breska meistaramótinu?

Trevor Immelman sigraði á Mastersmótinu í apríl en hann á …
Trevor Immelman sigraði á Mastersmótinu í apríl en hann á enn möguleika á Opna breska meistaramótinu. Reuters

Það voru margir þekktir kylfingar sem gerðu út um vonir sínar að sigra á Opna breska meistaramótinu með slökum árangri á fyrsta keppnisdegi mótsins í gær. Keppni heldur áfram í dag og mótslok eru á sunnudag. Spurt er hvaða kylfingur er líklegastur til þess að fagna sigri á Royal Birkdale vellinum og eru valmöguleikarnir 10. Taktu þátt en spurninguna má finna hér til vinstri á síðunni.

Staðan á mótinu.

Það eru skiptar skoðanir um hvort kylfingar séu að slá golfbolta eða golfkúlu. Aðeins fleiri eru á þeirri skoðun að nota orðið bolti eða 51%, en 49% slá golfkúlu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka