Íslandsmótið í höggleik í golfi hófst í morgun í Vestmannaeyjum og verða leiknir fjórir 18 holu hringir fram á sunnudag. Björgvin Sigurbergsson úr GK og Nína Björk Geirsdóttir úr Kili Mosfellsbæ hafa titil að verja. Hægt er að fylgjast með gangi mála með því að smella hér.
Björgvin Sigurbergsson fékk fimm fugla á síðari 9 holunum í dag sem hann lék á 30 höggum og samtals var hann á 4 höggum undir pari sem er besta skor dagsins.
Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum lék á pari vallar eða 70 höggum líkt og tveir fyrrum Íslandsmeistarar, Sigmundur Einar Másson úr GKG og Örn Ævar Hjartarson úr GS.
Konurnar hefja leik eftir hádegi í dag.
Ítarleg umfjöllun um Íslandsmótið í golfi verður í Morgunblaðinu á morgun föstudag.