Fínt veður og fyrsti örninn kominn

Kylfingar eru komnir á fullt á þriðja degi Íslandsmótsins í höggleik sem haldið er í Eyjum. Veður er ágætt, strekkingsvindur að vísu, en sól og ágætur hiti.

Fyrsti örninn lét ekki á sér standa. því Sigurður Rúnar Ólafsson úr GKG hóf leik í þriðja ráshóp klukkan 9.20 og fékk örn á fjórðu holu.

Síðasti kvennaráshópurinn fer út núna klukkan 12.30 en í honum eru Nína Björk Geirsdóttir, Tinna Jóhannsdóttir og Eygló Myrra Óskarsdóttir.

Skor keppenda má sjá hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka