Heiðar Davíð á fjögur högg

Heiðar Davíð Bragason.
Heiðar Davíð Bragason. mbl.is/Eyþór Árnason

Heiðar Davíð Bragason, kylfingur úr GR, á fjögur högg á Björgvin Sigurbergsson úr Keili þegar þeir hafa lokið við að leika immtán holur á næst síðasta degi Íslandsmótsins í höggleik.

Heiðar Davíð er á fimm höggum undir pari í heildina, er á einu höggi undir pari í dag en Björgvin er hins vegar á einu höggi undir pari í heildina, en var á pari fyrir daginn í dag.

Næstur þeim  er Ottó Sigurðsson, GR, en hann er á pari í heildina. Næstur þar á eftir er Kristján Þór Einarsson, GKj á fimm höggum yfir pari líkt og Sigmundur Einar Másson, GKG, og Sigurpáll Geir Sveinsson, GKj, en þeir þrír hafa lokið við sextán holur.

Staðan

Björgvin er í öðru sæti.
Björgvin er í öðru sæti. mbl.is/Sigfús
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka