Þorsteinn mjög stöðugur í leik sínum

Þorsteinn Hallgrímsson réttir missir pútt.
Þorsteinn Hallgrímsson réttir missir pútt. mbl.is/GG

Þorsteinn Hallgrímsson, Eyjapeyi og fyrrum Íslandsmeistari í golfi, er greinilega mjög stöðugur kylfingur ef marka má skor hans á fyrstu þremur hringjunum á Íslandsmótinu í höggleik.

Þorsteinn lék í dag á 74 höggum líkt og hann gerði í gær og líka í fyrradag. En skorkortin hans eru þó mjög ólík milli daga. Í dag  fékk hann 16 pör og tvo skramba, á níundu braut og þeirri sautjándu. 

Í gær var hann hins vegar með tvo fugla, 10 pör og sex skolla og fyrsta daginn fékk hann þrjá fugla, átta pör og sjö skolla. Spurning hvort hann haldi sig 74 á síðasta hring líka. 

Staðan

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka