Eygló Myrra komin í þriðja sætið

Eygló Myrra leikur vel í dag.
Eygló Myrra leikur vel í dag. mbl.is/Sigfús

Eygló Myrra Óskarsdóttir úr Oddi er komin í þriðja sætið þegar konurnar hafa lokið við fyrri níu holurnar á lokahringnum á Íslandsmótinu í höggleik.

Efstar og jafnar eru Helena Árnadóttir úr GR og Nína Björk Geirsdóttir, GKj, en þær eru báðar á 23 höggum yfir pari, Helena á tveimur yfir í dag og Nína á þremur yfir í dag.

Eygló Myrra er höggi á eftir þeim og er á einu höggi yfir pari í dag. Tinna Jóhannsdóttir úr Keili er í fjórða sæti á 26 höggum yfir pari eftir skrautlegar fyrri níu holur. Hún byrjaði á þremur skollum, síðan komu þrír fuglar, skolli, par og skrambi á níundu. 

Staðan

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert