Þriggja manna umspil hjá körlunum

Kristján Þór Einarsson
Kristján Þór Einarsson mbl.is/Sigfús

Þrír kylfingar urðu jafnir og efstir í karlaflokki og þurfa að fara í þriggja holu umspil. Þetta eru þeir Heiðar Davíð, Björgvin og Kristján Þór Einarsson úr Gkj, en allir léku þeir á fjórum höggum yfir pari.

Það var mikil dramatík á 16. brautinni því hana lék Heiðar Davíð á 11 högum og Björgvin á átta og þar með voru þeir orðnir jafnir. Kristján Þór var í ráshópnum á undan og endaði á fugli og komst þar með á fjóra yfir í heildina, einn undir í dag.

Heiðar Davíð setti þrjá bolta í sjóinn af 16. teig og Björgvin einn og voru þeir þá báðir þremur höggum yfir pari. Báðir fengu skolla á næstu og Björgvin setti síðan annað höggið á síðustu holunni í tjörnina fyrir framan flötina á meðan Heiðar Davíð lagði að tjörninni. Kristján Þór fór út að hita upp til að vera tilbúinn ef til umspils kæmi.

Björgvin átti flott innáhögg og Heiðar líka en hann missti púttið og fékk par. Björgvin setti sitt pútt í og fékk líka par.

Þeir leika holur 16., 17. og 18. 

Staðan

Heiðar Davíð nær í kíkinn til að fá uppgefna fjarlægð …
Heiðar Davíð nær í kíkinn til að fá uppgefna fjarlægð frá holu. mbl.is/Sigfús
Björgvin ásamt Heiðu konu sinni.
Björgvin ásamt Heiðu konu sinni. mbl.is/Sigfús
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert