Wie á möguleika að komast áfram

Michelle Wie.
Michelle Wie. Reuters

Michelle Wie frá Bandaríkjunum lék á 73 höggum eða einu höggi yfir pari á fyrsta keppnisdegi á Legends Reno-Tahoe atvinnumótinu í golfi en mótið er hluti af PGA-karlamótaröðinni. Wie, sem er 18 ára gömul, hefur sjö sinnum áður keppt á karlamótaröðum víðsvegar um heiminn og hefur hún aðeins einu sinni komist í gegnum niðurskurðinn. Jeff Overton er efstur á 7 höggum undir pari og ef Wie heldur sínu strike er allt eins líklegt að hún komist í gegnum niðurskurðinn.

Harrison Frazar, Brian Davis, Marco Dawson og John Merrick eru allir á 67 höggum.

Omar Uresti, fór holu í höggi á 16. braut vallarins í gær, en hann lék á 68 höggum líkt og Larry Mize sem sigraði á Mastersmótinu árið 1987.

Það eru styrktaraðilar mótsins sem buðu Wie að taka þátt en hún vekur ávallt gríðarlega athygli og þar sem að mótið er í skugga WGC-heimsmótsins þá veitir ekki af að vekja athygli á mótinu. Um 400 áhorfendur fylgdu ráshópnum eftir þar sem Wie lék en aðrir kylfingar fengu ekki slíka athygli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert