Heiðar Davíð vann Einvígið á Nesinu

Heiðar Davíð á áttunda teig á Nesvellinum í dag.
Heiðar Davíð á áttunda teig á Nesvellinum í dag. Ómar/mbl.is

Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason úr GR vann Einvígið á Nesinu, árlegt mót Nesklúbbsins og DHL sem fram fór í dag á Seltjarnarnesi. Heiðar fékk fugl á síðustu þremur holunum en á síðustu holu vann hann sigur á heimamanninum Ólafi B. Loftssyni. Þetta er í fyrsta skipti sem Heiðar sigrar á mótinu.

Mótið er haldið af Nesklúbbnum og DHL og var Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna færður styrkur við tilefnið.Tíu kylfingar taka þátt og leika 9 holu höggleik um morguninn. Þar sigraði Ingi Rúnar Gíslason, klúbbmeistari úr Kili í Mosfellsbæ, á 34 höggum eða á tveimur undir pari. Hins vegar hefur skapast sú hefð að sá sem sigrar í höggleiknum fyrir hádegi nær ekki að sigra í holukeppninni eftir hádegið. Það hefur aldrei gerst í þau tólf ár sem mótið hefur verið haldið.

Eftir hádegið eru leiknar 9 holur til viðbótar með óvenjulegu sniði en þá eru allir kylfingarnir saman í ráshóp. Einn dettur út á hverri braut þannig að eftir standa tveir á 9. braut. Ef einhverjir eru jafnir á hæsta skori á einhverri braut þá eru málin útkljáð með skotkeppni. Sá sem er fjærstur holu eftir eitt högg fellur úr keppni. 

Kvenfólkið átti engan fulltrúa í mótinu að þessu sinni en Helenu Árnadóttur Íslandsmeistara úr GR, var boðin þáttaka en hún afþakkaði. Eftirtaldir féllu úr keppni:

1. braut: Björgvin Sigurbergsson GK

2. braut:  Ingi Rúnar Gíslason GKj

3. braut: Þórður Rafn Gissurarson GR

4. braut: Kristján Þór Einarsson GKj

5. braut: Sigmundur Einar Másson GKG

6. braut: Ævar Örn Hjartarson GS

7. braut: Sigurpáll Geir Sveinsson GKj

8. braut: Rafn Stefán Rafnsson GO

9. braut: Ólafur Björn Loftsson NK

Heiðar ásamt Bryndísi Hjartardóttur með ávísunina sem Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna …
Heiðar ásamt Bryndísi Hjartardóttur með ávísunina sem Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna fékk frá DHL. Ómar/mbl.is
Ingi Rúnar Gíslason, GKj sigraði í höggleiknum á tveimur undir …
Ingi Rúnar Gíslason, GKj sigraði í höggleiknum á tveimur undir pari. seth/mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert