Íslandsmótinu í holukeppni í golfi sem hefjast átti í morgun var frestað um sólarhring vegna veðurs en mjög hvasst er og rigning á höfuðborgarsvæðinu en mótið fer fram á Korpúlfsstaðavelli.
Kvennaflokkur færist ennfremur aftur um einn dag vegna þessa og hefja þær ekki leik fyrr en á sunnudaginn kemur. Spilað verður til úrslita í báðum flokkum á mánudaginn enda spáin sæmileg fyrir þessa tvo daga.